Gleði ✦ Virðing ✦ Lífsgæði ✦ Valdefling
Vera lífsgæðasetur
Hjá okkur finnur þú sérfræðinga sem geta hjálpað þér að auka þína velferð og heilsu
Vera Lífsgæðasetur
Hjá Veru Lífsgæðasetri starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga. Þar er sálfræðingur, næringarfræðingur, talmeinafræðingur, félagsráðgjafi, þroskaþjálfi, hjúkrunarfræðingar, einhverfuráðgjafi og sérfræðingur í vinnuvernd. Við höfum einnig góða tengingu við fleiri fagaðila ef á þarf að halda.
Við bjóðum upp á einstaklingsþjónustu sem og fræðslu og námskeið fyrir fyrirtæki, hópa og stofnanir.

Þjónusta
Við bjóðum upp á einstaklingsþjónustu hjá sérfræðingum okkar fyrir einstaklinga og fjölskyldur t.d. ráðgjöf, meðferð, greiningar og þjálfun.

Fræðsla & námskeið
Við bjóðum upp á sérsniðna fræðslupakka, vinnustofur og námskeið fyrir fyrirtæki, hópa og stofnanir. Vantar þig fræðslu fyrir þinn hóp, fyrirtæki eða stofnun? Endilega hafðu samband við okkur og við vinnum með ykkur.

Okkar hugsjón
Við í Veru lífsgæðasetri erum hópur sérfræðinga sem er umhugað um að auka lífsgæði og velferð einstaklinga. Við viljum sameina krafta okkar og þekkingu með því að bjóða upp á okkar þjónustu undir sama þaki auk þess að bjóða upp á fyrirlestra, vinnustofur og námskeið sem tekur á heildrænan hátt utan um þætti sem snúa að heilsu og velferð einstaklinga.
Hafa Samband
Hafir þú einhverjar spurningar varðandi okkar þjónustu, ekki hika við að hafa samband